Í dag hefur göngu sína á FM Trölla þátturinn “Plötuspilarinn” sem Oskar Brown stjórnar.

Oskar Brown og er Íslendingur búsettur á Englandi. Nýlega uppgötvaði hann FM Trölla og eftir að hlusta á upptökur af fyrri þáttum á netinu í heilan dag ákvað hann að bjóða fram krafta sína og vera sjálfur með þátt á FM Trölla.

Oskar sér um tvo þætti á Surrey Hills Radio, útvarpsstöð í Leatherhead, Englandi, sem sendir út á netinu, “The Cat´s Pyjamas” og íslenskan þátt sem heitir “Plötuspilarinn”. Hann er alæta á tónlist og reynir að spila sem fjölbreyttasta tónlist í báðum þáttum, allt frá 1950 til dagsins í dag, með sérstaka áherslu á íslenska tónlist í Plötuspilaranum.

Fylgist með þættinum “Plötuspilarinn” á FM Trölla á föstudögum frá kl. 17:00 – 18:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is