Löglærður fulltrúi sýslumanns 

Starf löglærðs fulltrúa við sýslumannsembættið á Norðurlandi vestra er laust til umsóknar. Dagleg starfstöð er á sýsluskrifstofu á Sauðárkróki.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða almenn fulltrúastörf, móttöku og daglegar leiðbeiningar vegna lögfræðisviðs. Í boði eru áhugaverð og fjölbreytt verkefni við ýmsa málaflokka sýslumanna og stjórnsýslu embættisins sem og við sérverkefni þess.

Hæfnikröfur
Embættis- eða meistaraprófi í lögfræði og önnur skilyrði b.-f. liðar 2.mgr. 3.gr. l. nr. 50/2014.
Þekking á verkefnum sýslumanna er kostur.
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni.
Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Góð íslenskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin.
Almenn ökuréttindi.

 

Sjá nánar á ssnv.is