Á 891. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar mætti Örlygur Kristfinnsson, fulltrúi Fuglavinafélags Siglufjarðar og kynnti starfsemi félagsins ásamt möguleikum þess á dúntekju.

Bæjarráð þakkaði Örlygi fyrir komuna og góða kynningu á starfi félagsins.

Ráðið taldi að það fyrirkomulag sem verið hefur á dúntekju í Siglufirði hafi reynst vel og fól bæjarstjóra að bjóða samningsaðilum framlengingu á núgildandi samningum til tveggja ára með óbreyttum skilmálum.

Mynd/Steingrímur Kristinsson
Sjá heimildasíðu Steingríms Kristinssonar: HÉR