Ásdís Bergþórsdóttir, sálfræðingur heldur fyrirlestur í MTR fimmtudaginn 31. janúar kl. 12:10. Fyrirlesturinn er opinn öllum en foreldrar barna á einhverfurófi eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Sama á við um fólk sem vinnur með þessum hópi. Ásdís Bergþórsdóttir lagði sérstaka áherslu á einhverfurófsraskanir í sálfræðinámi sínu. Hún fékk réttindi til að starfa sem sálfræðingur árið 2014.