Ákveðið hefur verið að fresta Fjarðargöngunni sem fram átti að fara helgina 7.-8. febrúar til 28. febrúar. Næturgangan er 28. febrúar og sjálf Fjarðargangan fer fram 1. mars.

Ástæðan er snjóleysi á Ólafsfirði að sögn forsvarsmanna göngunnar.

Því miður enginn snjór á okkar mælikvarða, skítugir ruðningar og svell. Spáin næstu sólarhringa gerir ráð fyrir rigningu, roki og hita svo við erum skák og mát.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur um mánaðarmótin, við ráðum því miður ekki við veðurguðina en vonum að þeir verði komnir með okkur í lið sem allra fyrst segir á facebook síðu Fjarðargöngunnar.

Skráningarsíða verður uppfærð eins fljótt og hægt er, meðfylgjandi eru myndir frá stöðunni sem blasir við.

Myndir/Fjarðargangan