Forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð boða til kynningarfundar vegna fyrirhugaðrar seiðaeldisstöðvar á Árskógssandi.
Boðað er til kynningarfundar íbúa í Dalvíkurbyggð, í fjarfundi, miðvikudaginn 19. janúar kl. 17:00.

Hlekkur til innskráningar á fundinn er hér.

Á fundinum verða lagðar fram, til kynningar, tillögur að deiliskipulagi og breytingartillaga á aðalskipulagi.
Einnig verða kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar.

Fundurinn er auglýstur á öllum miðlum sveitarfélagsins, íbúasíðum og meðal hagaðila Árskógssandshafnar, s.s. útgerðaraðila, rekstraraðila Hríseyjarferjunnar og siglingasviðs Vegagerðarinnar.

Íbúar eru hvattir til að sitja fundinn.
Íbúar á Árskógssandi, sem ekki hafa möguleika á að sitja fundinn í fjarfundi, geta mætt í Bruggsmiðjuna og fengið að fylgjast með fundinum þar á skjá, en við minnum á að nýjustu sóttvarnartakmarkanir miðast nú við 10 manns. Þeir sem hafa hug á að nýta sér þetta úrræði eru beðnir um að hafa samband við Agnesi Önnu í s. 861-3007.

Í ljósi aðstæðna er fundurinn, líkt og áður hefur komið fram, haldinn í fjarfundi.
Fundarstjóri fundarins verður Anna Lind Björnsdóttir, starfsmaður SSNE á Tröllaskaga. Við biðjum þá sem sitja fundinn og hafa spurningar um efnið, að setja spurningar inn í spjallvalmöguleikann á fundinum. Þannig nær fundarstjóri að halda betur utan um fundinn og sjá til þess að öllum spurningum sé svarað í þeirra röð sem þær berast.

Mynd/Dalvíkurbyggð