Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur farið í eftirlitsferðir á þá staði hvar seldar eru veitingar í umdæminu.
Kannað hefur verið með sóttvarnir og aðgengi gesta að þeim og hvort að tveggja metra reglan sé virt. Einnig var kannað hvort að til þess sé séð að ekki sé minna en tveir metrar á milli borða.
Í flestum tilfellum voru þessir hlutir í lagi en í öðrum var gert að laga þessa hluti hið snarasta. Lögreglan mun halda áfram þessu eftirliti á meðan að á þessu ástandi stendur.
Lögreglan vil minna fólk á handþvott og sótthreinsun eins og enginn sé morgundagurinn. Síðast en ekki síst að minna fólk á að virða 2 metra regluna nú sem aldrei fyrr!
Munum að styðja hvort annað á meðan þetta ástand stendur yfir, verum jákvæð og sýnum hvort öðru skilning.
Við erum öll almannavarnir.