Þann 25. apríl næstkomandi fer hópur nemenda við Menntaskólann á Tröllaskaga í námsferð til borgarinnar Braganza í Portúgal.

Tilefni ferðarinnar er að upplifa mat og skoða menningu.

Ungmennin eru nemendur Idu Semey í áfanganum “Matar og menningarnám í Evrópu”

Nemendur verða sjálfir að greiða fyrir ferðina og ætla að vera með nokkrar fjáraflanir í vetur til að standa straum af ferðinni.

Sú fyrsta verður á morgun, föstudaginn 7. febrúar í Menntaskólanum á Tröllaskaga.

BOLO Y CAFÉ – fjáröflun hefst kl. 20:00, húsið opnað kl. 19:30.

Í boði verður tónlist, Ræningjarnir, Collin og Julie ,tónlistarfólk frá Bandaríkjunum og fl. stíga á stokk og sagðir verða brandarar. Happadrætti með veglegum vinningum og kaffisala.

Aðgangseyrir:
Fullorðnir, 2.500 kr.
Börn 14 ára og yngri, 1.500 kr.
Happdrættismiði, 500 kr.

Enginn posi er á staðnum.

Sjá viðburð á facebook.