Fjöldi manns lagði leið sína í kirkjugarða Siglufjarðar á jóladag til að kveikja á kertum og votta hinum látnu virðingu sína.
Það er jólahefð hjá mörgum að fara með greniskreytingar og kerti að leiðum ástvina sinna á jólunum og mæta heilu stórfjölskyldurnar saman.
Gott veður var til útivistar og logaði skært á kertunum jafnt í gamla sem og nýja kirkjugarðinum og var hátíðlegt yfir að líta þar sem ljósakrossar lýsa upp skammdegið.

Hátíðlegt var yfir að líta og logaði víða á kertum

Búið að skreyta með grenigrein og kveikja á kerti

Heilu stórfjölskyldurnar mæta saman í garðinn

Gamli kirkjugarðurinn hátíðlegur
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir