Nú er nýtt efni á leiðinni frá Ellertsson, sex laga stuttskífa sem kemur út á streymisveitunum 22. júlí næstkomandi.

Ellertsson er heiti á sólóverkefni Hlöðvers Ellertssonar bassaleikara hinnar forn ,,frægu” blúshljómsveitar Kentár, eða Centaur eins ognafnið var upphaflega.

Það er því ekki að undra að blúsinn er alltumlykjandi á plötunni, þó alls ekki einsleitur og ef það ætti að fara út í skilgreiningar á tónlistinni mætti kalla hana t.d. Folk Popp, Americana, Blues, Blues Rock, Roots Music, enda eru þetta kannski ekki nákvæm vísindi.

Það bregður meira að segja fyrir frönskum áhrifum í fyrsta laginu, I Know I Love You – Je sais que je t’aime.

Lögin:
I Know I Love You
The Devil
Come on Back Home
Dozen Red Roses
Leaving
Southbound

Ellertsson – Hlöðver Ellertsson:  Söngur, gítarar, bassi.
Sigurður Sigurðsson: Trommur, munnharpa, ásláttarhljóðfæri, raddir, hljóðupptaka, hljóðblöndun.
Pálmi Sigurhjartarson: Píanó.
Daníel Sigurðsson: Trompet.
Emm.-Sólveig Simha: Rödd

Textarnir eru á ensku og ef grannt er hlustað þá liggur ákveðinn þráður gegnum lögin allt frá byrjun til enda, smá sögukorn, sem má skemmta sér við í leiðinni.