Trölli.is og FM Trölli fá oft send ný lög frá ýmsum tónlistarmönnum og konum, mest frá íslenskum útgefendum en þó nokkuð erlendis frá líka.

Í vikunni fengum við sent mjög hugljúft og vandað lag frá ungri íslenskri tónlistarkonu sem nefnist Valdís.

Lagið sem kom út á föstudaginn og heitir “Story for you” fjallar um “gömlu tímana þegar maður var ungur og áhyggjulaus” eins og Valdís orðaði það svo skemmtilega í pósti sem hún sendi okkur.

Lagið er komið í spilun á FM Trölla, svo má líka hlusta á Spotify.