Hljómsveitin Fjöll hefur gefið út nýtt lag, „Holur“, sem er fjórða lagið sem hljómsveitin sendir frá sér.
Holur er afslappað indírokk með óvæntum hliðarskrefum og er það aðgengilegt í tveimur útgáfum, einni alltof langri, sem er þó nákvæmlega nógu löng, og annarri styttri.
Lagið á Spotify:
Útvarpsútgáfa: https://open.spotify.com/track/5SfVDrYrLBgInfxLKtnSCa?si=f324ea6ab5ae4d0b
Eins og það á að vera: https://open.spotify.com/track/7h0Eq6lNdt0sp0guJDmo95?si=af0ac8343d8548ee
Hljómsveitin undirbýr sig jafnframt fyrir tónleika, en sveitin mun spila á Lemmy að kvöldi sumardagsins fyrsta, 24. apríl næstkomandi. Fjöll er nýkomin úr upptökuferð til Valencia, þar sem lagður var grunnur að fyrstu stóru plötu sveitarinnar sem nú er í vinnslu. Bandið er því í dúndurformi og hlakkar til að kynna nýtt efni á Lemmy.
Fjöll eru þeir Guðmundur Annas Árnason söngvari og hljómborðsleikari, Snorri Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Freyr Jónasson gítarleikari, Kristinn Jón Arnarson bassaleikari og Ragnar Þór Ingólfsson trommari.
Aðsent