Kveikt var á jólatrénu á ráðhústorgi Siglufjarðar í gær. Margt var um manninn, veður stillt og gott, frekar kalt en fólk var vel búið og var ekki annað að sjá en allir væru glaðir í bragði.
Kynnir var Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar flutti ávarp, börn úr leikskólanum Leikskálum sungu við undirleik Guðmanns Sveinssonar tónlistarkennara, leikskólabarn kveikti ljósin á trénu og jólasveinar komu, sungu og gáfu mandarínur.
Tilkynnt var að ekki væri hægt að dansa kringum jólatréð, það væri svo mikill snjór, en nokkrir krakkar létu það ekki á sig fá, hafa sennilega ekki heyrt það, heldur dönsuðu glöð og kát kringum tréð ( forsíðumynd ).

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir flutti ávarp.

Styttan af Gústa guðsmanni stóð sem fastast.

.

Leikskólabörnin sungu.

Guðmann spilaði undir á gítarinn.

Fjöldi fólks fylgdist með börnunum sem sungu mjög fallega.

Svo komu nokkrir jólasveinar og sungu fyrir börnin og gáfu mandarínur, söngur þeirra var reyndar meira af vilja en mætti.

Búið að tendra ljósin á jólatrénu.

.