Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er fjórða elsta konan hér á landi, hún varð 103 ára 12. maí síðastliðinn. Frá þessu segir á facebooksíðu Langlífis.

Segir þar að nú eru þrettán íbúar á Siglufirði níutíu ára eða eldri sem samsvarar 1,0% af íbúafjöldanum. Það er mun hærra hlutfall en á landinu í heild, sem er 0,6%.

Systurnar Nanna og Margrét Franklínsdætur úr Strandasýslu eru í fyrsta og þriðja sæti en í öðru sæti er Sigfúsína Stefánsdóttir en hún er elsti innfæddi Siglfirðingurinn.

Rúmlega helmingur hópsins, sjö af þrettán, fæddist á Siglufirði, fjórir eru fæddir í Skagafirði og tveir á Ströndum.

 

Mynd/Langlífi

Á Íslandi er Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi allara kvenna elsta, 106 ára, en verður 107 ára í byrjun júlí. Aðeins fjórtán Íslendingar hafa náð hærri aldri en Dóra.

Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir í Reykjavík og Sigrún Hjálmarsdóttir í Húnavatnssýslu eru í öðru og þriðja sæti, 103 ára, en verða 104 ára í september.

Alls eru 35 konur hundrað ára eða eldri. Um helmingur þeirra er með lögheimili í Reykjavík.

Eins og áður hefur komið fram hafa tíu núlifandi karlar náð hundrað ára aldri.

Mynd/Langlífi