Það hefur verið næturfrost síðust 6 af 8 dögum á landinu segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á síðu sinni Blika.is 

Segir hann jafnframt á þetta sé ekki eiginlegt hret, heldur lengra kuldakast þessa daga. Hófst á landsvísu 25. maí (laugard.) og þemur dögum fyrr austanlands.

Vestantil á Norðurlandi hafa næturfrost verið tíð þessa daga í byggð. Til að mynda á Gauksmýri í Línakradal skammt norðan Hvammstangagatnamóta á þjóðveginum. Þar hefur fryst 6 af síðustu 8 nóttum og línuritið (rauða línan) frá Veðurstofunni sýnir hitann frá 27.

Herðir heldur á norðan-blæstrinum næstu daga og kalda loftið verður viðvarandi enn um sinn. Þannig spáir Blika hita alveg um frostmark um lágnættið á þessum stöðum fram á föstudag.

Þá hefur kuldatíðin varað í fullar tvær vikur. Grasspretta stöðvast að mestu við þetta, en sem betur fer var orðið vel grænt áður. Annar fylgifiskur er þurrkur, einkum suðvestan- og vestanlands. Þar hefur gengið mjög á raka í jarðvegi í sterkri sólinni að undanförnu.

En svo verða breytingar skv. spánum um og upp úr hvítasunnuhelginni!