Golfmót Kaffi Klöru fór fram laugardaginn 13. júlí í yndislegu veðri á Skeggjabrekkuvelli Golfklúbbs Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Fjörtíu þátttakendur tóku þátt í mótinu þar sem spilaður var 9 holu Texas scramble og var ræst út af öllum teigum kl 13:00.
Vegleg verðlaun voru veitt fyrir fyrstu 3 sætin og var dregið úr skorkortum.
Mótinu lauk síðan með súpu, brauði og verðlaunaafhendingu á Kaffi Klöru.
Liðin sem lentu í þremur efstu sætunum voru:
1. Team Bæjó: Dagný Finnsdóttir og Ármann Viðar Sigurðsson
2. Sætu Hjónakornin: Sigríður Guðmundsdóttir og Konráð Þór Sigurðsson
3. Team Ping: Rósa Jónsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson
Hvatningarverðlaun: Guðmundur Ingi Bjarnason og Klemenz Freyr Friðriksson

Kaffi Klara í Ólafsfirði stóð fyrir mótinu, hér má sjá Idu Semey og fjölskyldu sem sá um mótið með miklum sómabrag

Verið að hita upp fyrir mótið

Lagt af stað

Sveiflan æfð

Gott veður og skemmtilegur völlur

Liðin ganga á milli teiga

Verðlaunagripir mótsins

Það voru einnig veglegar gjafir í boði

Einnig gjafabréf
Hér að neðan eru myndir frá verðlaunaafhendingu og kvöldverði á Kaffi Klöru sem Ida Semey tók við það tækifæri.

.

.

.

.

.