Eins og fram hefur komið í fréttum hefur úrkoma á Siglufirði verið með allra mesta móti. Þegar starfsfólk Síldarminjasafn Íslands mætti til vinnu í gærmorgun var þegar farið að flæða upp um gólfplötuna í Njarðarskemmu og bætti hratt í.

Undir miðjan morgun komu liðsmenn úr Björgunarsveitinni Strákum með dælur og hófu að dæla vatni úr húsinu og út í fráveitukerfið, sem þó annar engan veginn ástandinu. Síðdegis stóð vatnshæðin innanhúss í 65 cm.

Í þakklætisskyni fyrir skjót viðbrögð og dýrmæta aðstoð færðu stelpurnar á Síldarkaffi Björgunarsveitinni ylvolga súpu, nýbakaða eplaköku og smörrebröd.

Myndir/Síldaminjasafn Íslands