Eins og fram hefur komið í fréttum hefur úrkoma á Siglufirði verið með allra mesta móti. Þegar starfsfólk Síldarminjasafn Íslands mætti til vinnu í gærmorgun var þegar farið að flæða upp um gólfplötuna í Njarðarskemmu og bætti hratt í.
Undir miðjan morgun komu liðsmenn úr Björgunarsveitinni Strákum með dælur og hófu að dæla vatni úr húsinu og út í fráveitukerfið, sem þó annar engan veginn ástandinu. Síðdegis stóð vatnshæðin innanhúss í 65 cm.
Í þakklætisskyni fyrir skjót viðbrögð og dýrmæta aðstoð færðu stelpurnar á Síldarkaffi Björgunarsveitinni ylvolga súpu, nýbakaða eplaköku og smörrebröd.
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2024/08/456330490_845065274268618_8254594147326480065_n-819x1024.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2024/08/456613599_845065297601949_8218189619798431814_n-819x1024.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2024/08/456614036_845065317601947_362547565880054736_n-819x1024.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2024/08/456658170_845065204268625_2173034691263366975_n-819x1024.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2024/08/456754939_845065340935278_4733267603263429097_n-819x1024.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2024/08/456303931_845065387601940_6183741005645903312_n-819x1024.jpg)
Myndir/Síldaminjasafn Íslands