Um helgina fór fram bikarkeppni í blaki, í 2.-4.flokki á Akureyri.
Átta BF krakkar spiluðu í 4.flokki kvenna og enduðu þau í 3. sæti eftir þrjá sigra og tvö töp. Virkilega flottur árangur hjá krökkunum og það var gaman að sjá þau spila.
Þá spiluðu Gísli Marteinn og Patrik í sameiginlegu liði Aftureldingar, BF, KA og Vestra í 2.flokki og Patrik spilaði í sameiginlegu liði BF, Hugins og Vestra í 3.flokki. Þeir stóðu sig mjög vel og skemmtu sér vel með nýjum félögum.
Loks varð Amelía Rún bikarmeistari í 2.flokki kvenna en hún spilaði í sameiginlegu liði HK og BF.
Virkilega flott helgi hjá BF krökkunum og gaman að sjá þau etja kappni við jafnaldra sína.
Frétt og mynd: Blakfélag Fjallabyggðar