Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Flying Tiger Copenhagen um að innkalla þurfi tréleikfangabíla.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tengipinni getur losnað og valdið köfnunarhættu. Ekkert slys hefur átt sér stað vegna þessarar vöru og innköllun gerð í forvarnarskyni.

Eigendum umræddrar vöru er bent á að taka vöruna strax úr umferð og geyma þar sem börn ná ekki til. Vörunni er hægt að skila í öllum verslunum Flying Tiger Copenhagen og fá endurgreiðslu.

Tengill á vefsíðu Flying Tiger Copenhagen: https://is.flyingtiger.com/is-IS/product-information-recall en þar segir meðal annars:
Vara sem er innkölluð: Vörubíll með bílum úr við, vara nr. 3019330, sölutími: nóvember 2019 – apríl 2020.
Vandamál : Græni tengipinninn getur losnað og valdið köfnunarhættu hjá börnum.