Árið 2016 fór FM Trölli í loftið á Hvammstanga. Það eru því um það bil fjögur ár síðan.
Upphaflega var óskað eftir að fá að hafa útsendinguna á FM 103.7 en Póst og Fjarskiptastofnun taldi öll tormerki á því og úthlutaði þess í stað tíðninni 102.5 MHz þar sem útsendingin hefur verið frá upphafi.
Einstaka hlustendur hafa öðru hverju kvartað yfir því að “ná engum stöðvum nema Trölla”.
Trölli hafði samband við Póst og Fjarskiptastofnun fyrir skemmstu og óskaði eftir því að kannað yrði að nýju hvort hægt væri að vera á 103.7 MHz og eftir nánari rannsókn féllst stofnunin á það.
FM Trölli verður því á 103.7 MHz á Hvammstanga frá mánudeginum 8. júní.
Hlustendur á Hvammstanga og nágrenni eru beðnir að láta vita hvort þeir ná stöðinni eins og áður, og þeir sem hafa fundið fyrir truflunum á öðrum stöðvum eru sérstaklega beðnir að láta vita á netfangið trolli@trolli.is hvort ástandið hefur breyst með tilkomu nýrrar tíðni á FM Trölla.