Í gær fagnaði JE-Vélaverkstæði á Siglufirði 20 ára afmæli og var boðuð upp kræsingar í tilefni dagsins. Fyrirtækið byggir á grunni Vélaverkstæði Jóns og Erlings sem var stofnað fyrir um hálfri öld síðan.

Eigendur JE-Vélaverkstæðis eru þeir Gunnar Júlíusson og Guðni Sigtryggson. Í dag starfa 15 manns hjá fyrirtækinu.

Ingvar Erlingsson sem starfar hjá JE-Vélaverkstæði hafði um þessi tímamót að segja.

“Ég hef verið svo lánsamur að hafa alist upp þarna innan veggja og unnið með hléum frá 11 ára aldri. Ég hef fengið að vinna með mörgum snillingum á þeim tíma og lært allskonar. Hér er gott að vera og núverandi eigendur geta verið stoltir af afmælibarninu sem eldist vel”.

Myndir/Ingvar Erlingsson