Nú er unnið að endurskoðun á aðalskipulagi Fjallabyggðar. Bæjarstjórn hvetur alla íbúa og aðra hagsmunaaðila til að kynna sér þau skipulagsdrög sem nú eru lögð fram.

Vegna ástandsins í samfélaginu verður ekki haldinn íbúafundur um málið á þessu stigi en þess í stað sendur út bæklingur á hvert heimili og drögin sett fram á kortasjá sveitarfélagsins auk þess sem hefðbundnir uppdrættir og greinargerð er aðgengileg á vefsíðu Fjallabyggðar.

Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 er sett fram í greinargerð og á uppdráttum.

Greinargerðinni hefur verið skipt upp í fjögur skjöl:

  1. Forsendur
  2. Skipulagsákvæði og landnotkun 
  3. Umhverfisskýrsla 
  4. Viðaukar 

Uppdrættirnir eru þrír:

  1. Sveitarfélagsuppdráttur
  2. Siglufjörður, þéttbýlisuppdráttur
  3. Ólafsfjörður, þéttbýlisuppdráttur 

Athugasemdum og ábendingum við drög þessi skal skila skriflega til Ármanns Viðars Sigurðssonar, deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða með tölvupósti til armann@fjallabyggd.is. Tilgreina skal nafn, kennitölu og heimilisfang í innsendum gögnum.