Fölsk moussaka (uppskrift fyrir ca 5)
Kjötsósa:
- 500 g nautahakk
- 400 g hakkaðir tómatar í dós
- 2 dl vatn
- 2 nautakraftsteningar
- 1 msk sojasósa
- 1 tsk oregano
- 1/2 msk sykur
- salt og pipar
Bechamel:
- 25 g smjör
- 3/4 dl hveiti
- 4 dl rjómi
- 1 dl mjólk
- 2 dl fínrifinn parmesan
- salt og pipar
Á milli:
- 8 kartöflur
Steikið nautahakkið og bætið tómötum, krafti, sojasósu og kryddum saman við. Látið sjóða við vægan hita eins lengi og tími gefst (gjarnan 1-2 klst.).
Bræðið smjörið í bechamelsósuna og hrærið hveiti saman við. Hrærið rjóma og mjólk smátt og smátt saman við smjörbolluna og hrærið allan tímann í þannig að blandan verði mjúk og kekkjalaus. Látið sjóða í 2-3 mínútur og takið svo af hitanum. Hrærið rifnum parmesan út í og látið bráðna. Smakkið til með salti og vel af svörtum pipar.
Afhýðið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar.
Byrjið á að setja smá bechamel í botninn á eldföstu móti og setjið kjötsósu yfir. Leggið eitt lag af kartöflum yfir og haldið svo áfram að setja til skiptis bechamel, kjötsósu og kartöflur í formið. Endið með bechamelsósu efst. Bakið við 175° í um 1 klst. Ef rétturinn er farinn að dekkjast mikið er ágætt að setja álpappír yfir formið. Látið standa í smá stund (til að láta mesta hitann rjúka úr) áður en rétturinn er borinn fram.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit