Kröftug fjórða smáskífa Foreign Monkeys þetta árið nefnist því kaldhæðnislega nafni “High”.

Lagið verður leikið á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar sem er á sunnudögum kl. 10 – 12.

Grunn-riffið í laginu er ævagamalt en það var samið árið 2007 og hefur fylgt Foreign Monkeys í hugmyndavinnu fyrir báðar plötur sveitarinnar en ekki ratað í fullklárað lag fyrr en nú.

Textinn fjallar um doðann sem kemur yfir suma í skammdeginu og hvernig íslenska „þetta reddast“ aðferðin keyrir okkur í gegnum myrkrið. Það lýsir sér ágætlega í lykilfrasa lagsins: “I Feel Good Enough to Keep on Being Messed Up”. Það á því vel við að þrusa þessum boðskap inn í haustið í kröftugum rokk búningi.

Lagið á Spotify