Foreldrafélag Leikskála afhenti leikskólanum vegleg sumarleikföng til að hafa í útiveru.

Um er að ræða körfubolta körfu, bolta með fyndin svipbrigði, krítar og XL Polydron plastkubba. 

Fjallabyggð og starfsfólk Leikskála vilja þakka foreldrafélaginu fyrir góðar gjafir og ómetanlegt starf í þágu barnanna.