Í íbúagátt Fjallabyggðar barst á dögunum erindi fyrir hönd foreldra og barna sem nota hoppubelginn á Siglufirði. Óskað var eftir því að settur yrði upp drykkjarbrunnur við svæðið.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar tók málið fyrir og þakkaði kærlega fyrir erindið.
Nefndin fól tæknideild að skoða málið nánar og finna hentuga lausn.