Kjörskrá vegna Forsetakosninga 1. júní n.k. liggur frammi almenningi til sýnis frá 13. maí fram á kjördag í Ráðhúsi Fjallabyggðar á venjulegum opnunartíma.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Viðmiðunardagur kjörskrár er 24. apríl kl. 12:00, en við þann dag er miðað hvar kjósendur eru skráðir á kjörskrá.
Kjörstaðir verða tveir. Annars vegar í Menntaskólanum á Ólafsfirði og hins vegar í Ráðhúsinu á Siglufirði.
Hér geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá; https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/forsetakosningar/
Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands.
Kjósendum er einnig bent á vefinn https://island.is/v/forsetakosningar-2024 þar sem er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.