Kæru íbúar Fjallabyggðar.

Á undanförnum dögum og vikum höfum við í Fjallabyggð ekki farið varhluta af smitum af völdum Covid-19. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá eru 23 sveitungar okkar nú í einangrun og 10 í sóttkví. Vert er því að hvetja íbúa til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og vinnustaði til að huga vel að sóttvörnum í vinnuumhverfi sínu.

Í ljósi stöðunnar eru íbúar beðnir um að reka erindi sín við bæjarskrifstofu Fjallabyggðar með rafrænum hætti eða gegnum síma eins og kostur er. Ef erindi er þess eðlis að nauðsynlegt sé að hitta starfsmann bæjarskrifstofu eru íbúar og aðrir beðnir um að hringja í síma 464-9100 og óska eftir tímasettu viðtali eða fundi með viðkomandi starfsmanni.

Elías Pétursson
bæjarstjóri.