Norðurlandsmót í boccia var haldið 2. nóvember á Akureyri. Íþróttafélagið Snerpa fór með 6 lið til keppni og gekk keppendum mjög vel á mótinu og komu heim hlaðin verðlaunagripum.
Sveinn Snævar Þorsteinsson og Sigurður Benediktsson urðu Norðurlandsmeistarar í opnum flokki og Guðmundur Davíðsson og Þórhallur Sigurðsson hlutu bronsverðlaun í sama flokki.
Sigurjón og Anna urðu í 3. sæti í sínum flokki einnig komust Sveinn, Hugljúf, Kristín og Hrafnhildur áfram í undanúrslit.

Anna og Sigurjón urðu í 3. sæti í sínum flokki
Myndir: Dagvist aldraðir