Árlegur fræðsludagur skólanna í Skagafirði var haldinn í Miðgarði 15. ágúst.

Dagur þessi markar upphaf nýs skólaárs og er helgaður faglegu starfi þeirra. Dagurinn er einnig vettvangur skólafólks til að kynna og fjalla um ýmis starfsþróunar- og nýbreytniverkefni sem starfsfólk skólanna vinnur að og er jafnframt vettvangur allra starfsmanna til að hittast og eiga góða stund saman. Þetta er í 10. sinn sem allir starfsmenn í leik- grunn- og tónlistarskólum Skagafjarðar koma saman en nú bættust líka í hópinn starfsmenn Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Einnig var undirritaður samstarfssamningur á milli Embættis Landlæknis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að Skagafjörður gerðist með formelgum hætti aðili að verkefninu Heilsueflandi Samfélag. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að vinna með markvissum hætti að markmiðum og leiðarljósum verkefnisins á öllum stigum stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Skagafjörður kappkostar að gera gott samfélag betra fyrir alla íbúa þess og er þátttaka í þessu verkefni einn liður í því.

Frá fræðsludegi skólanna í Skagafirði í Miðgarði

 

Heimild og mynd: skagafjordur.is