Fræhrökkbrauð
- ½ dl sólblómafræ
- ½ dl sesamfræ
- 3/4 dl hörfræ
- ½ dl graskersfræ
- ½ tsk salt
- 1 dl maizenamjöl
- ½ dl rapsolía (repjuolía)
- 1 ½ dl sjóðandi vatn
Blandið saman sólblómafræjum, sesamfræjum, hörfræjum, graskersfræjum, salti og maizenamjöli í skál. Hellið rapsolíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Hellið grautnum á bökunarpappírsklædda ofnskúffu. Breiðið þunnt út og stráið maldonsalti (eða öðru grófu salti) yfir.
Bakið við 150° í 1 klst. Slökkvið á ofninum og látið fræhrökkbrauðið standa áfram í ofninum í 15 mínútur. Takið út úr ofninum og látið kólna. Brjótið í passlega stóra bita.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit