Þarft þú að skila inn staðfestingu á að þú hafir verið sett/ur í sóttkví?

Starfsmaður sem er í sóttkví þarf að skila inn staðfestingu frá smitrakningateymi almannavarna. Samkvæmt ákvörðun heilbrigðistyfirvalda geta einstaklingar nú sjálfir skráð upplýsingar um sóttkví inn á heilsuvera.is og fengið vottorð um sóttkví.  Notandi þarf að hafa rafræn skilríki.

Þeir sem ekki hafa rafræn skilríki eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína sem kemur upplýsingum um sóttkví til viðkomandi sóttvarnarlæknis.  Þar er hægt að óska eftir staðfestingu á sóttkví með því að senda tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Ef þú ert í sóttkví er þá hægt að gera kröfu um að þú vinnir heiman frá þér?

Hægt er að krefjast vinnuframlags af starfsfólki í sóttkví séu verkefnin þess eðlis og í tengslum við starf viðkomandi starfsmanns.

Hver eru réttindi foreldra til að vera heima ef barn er sett í sóttkví?

Yfirmaður veitir upplýsingar um launagreiðslur til starfsfólks, sem þarf að vera heima ef barn er í sóttkví. Ef barn starfsmanns undir 13 ára er sett í sóttkví þá er starfsmaður skráður í sóttkví og staðfesting a sóttkví barns nægir til staðfestingar.  Einnig skal koma til móts við orlofsbeiðni/launalaus leyfi starfsmanna eins og kostur er.

Hvað ef starfsmenn eiga aldraða foreldra eða aðstandendur sem huga þarf að heima?

Því miður á starfsfólk ekki réttindi hvað varðar umönnun foreldra eða annarra aðstandenda en barna. Ef aðstæður sem þessar koma upp þarft þú að ræða við þinn yfirmann varðandi mögulega fjarveru þína.

Nauðsynleg fjarvist vegna umönnunar getur heimilað orlof eða launalausa fjarvist frá vinnu.

Greiðslur launa í sóttkví

Launþegar þurfa að skrá sig í sóttkví á heilsuvera.is (þarfnast rafrænna skilríkja) og sækja þar vottorð um sóttkví. Sóttkví skráist sjálfkrafa 2 vikur eftir upphafsdag – verið er að leita upplýsinga varðandi úrvinnslusóttkví sem hugsanlega er styttri en 2 vikur – verður uppfært

Gert er ráð fyrir að atvinnurekendur sæki svo um endurgreiðslu greiddra launa til starfsmanna í sóttkví – útfærsla á því hefur ekki verið kynnt.

https://vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/greidslur-i-sottkvi