Jarðvinna vegna viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga er að fara af stað.
Áætlað er að framkvæmdir vegna jarðvinnu standi fram á sumar.
Svæðið verður afgirt með lausum girðingum og eru íbúar beðnir um að sýna aðgát í kringum vinnusvæðið og ræða við börnin um það einnig.
Unnið verður að fleygun á klöpp á virkum dögum á milli kl. 8:00 og 18:00 og laugardaga milli kl. 10:00 og 16:00.

Áætlað er að skólahúsnæðið verði svo tilbúið og tekið í notkun haustið 2022.

Af hunathing.is