Í dag, mánudaginn 27. október hefst vinna Vegagerðarinnar og verktaka við útskipti varaflgjafa í Héðinsfjarðargöngum og mun sú vinna standa yfir í um það bil fjórar vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

„Í tengslum við verkið getur komið til tímabundins rafmagnsleysis á afmörkuðum köflum ganganna, að jafnaði á 2–3 km svæði í senn. Á framkvæmdartímanum verður takmarkað varaafl til staðar og undir lok verkefnisins, áður en nýtt kerfi verður tekið í notkun, verður ekkert varaafl í göngunum í um eina viku.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum og mögulegu truflunum sem þetta kann að valda. Að loknum framkvæmdum verður tekið í notkun öflugra og áreiðanlegra varaaflskerfi, sem mun auka rekstraröryggi og afhendingaröryggi raforku í göngunum til framtíðar.“ 

Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar