Framkvæmdum við 3. áfanga í uppsetningu stoðvirkja í N-Fífladölum í Hafnarfjalli á Siglufirði er lokið og fór lokaúttekt fram 31. ágúst s.l.
Verkið felur í sér að setja upp stoðvirki úr stáli, (snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eða grindur á upptakasvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í N – Fífladölum ofan byggðar á Siglufirði. Þetta er þriðji áfangi framkvæmda við uppsetningu stoðvirkja á Siglufirði.

 

.

Um er að ræða 2.200 m af stoðvirkjum í þessum áfanga. Hæð stoðvirkja er frá 3,5–5 m. Vinna við uppsetningu stoðvirkjanna hófst um miðjan ágúst 2015.
Verktaki var Köfunarþjónustan ehf, framkvæmdir gengu vel og áfallalaust. Verkkaupi var Fjallabyggð. Verkið er fjármagnað af ofanflóðasjóði og Fjallabyggð í hlutföllunum 90/10%.

 

.

Framkvæmdasýsla ríkisins, FSR, hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd verkkaupa á stigi frumathugunar, áætlunargerðar, verklegrar framkvæmdar og skilamats. Verkefnastjórar voru við frumathugun Guðmundur Pálsson, verkefnastjóri FSR, og við verkframkvæmd Sigurður Hlöðversson, verkefnastjóri hjá FSR.

 

Frétt og myndir: aðsent