Oddný H. Jóhannsdóttir og Kristján L. Möller eigendur KLM Verðlaunagripa ætla að framleiða jólaskraut til styrktar Siglufjarðarkirkju.
Jólaskrautið er hannað af Siglfirðingnum Jóni Ingiberg Jónsteinssyni og skartar helsta kennileiti bæjarins, Siglufjarðarkirkju. Það er 10 cm í þvermál, gyllt og fer einkar vel hvort sem er á jólatré, í glugga eða hvar sem er.
Þau hjónin ætla að gefa Siglufjarðarkirkju alla framleiðsluna, þannig að allt söluandvirðið rennur beint til kirkjunnar og er ætlað til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á henni, þ.m.t. málningu utanhúss.
Hægt er að forpanta jóaskrautið hér: https://forms.office.com/r/b8Y2tNVaJL og kostar stykkið 4.000 kr.