Lagt var fram til kynningar á 872. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, ósk Ríkisendurskoðunar eftir upplýsingum um framlög til stjórnmálasamtaka í Fjallabyggð vegna ársins 2024.

Eftirfarandi framlög voru greidd úr sveitarsjóði til stjórnmálasamtaka:

  • Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar: 161.785 kr.
  • Sjálfstæðisfélög Fjallabyggðar: 144.355 kr.
  • Bæjarmálafélag Fjallabyggðar: 140.780 kr.

Framlögin voru lögð fram til kynningar á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar. Í bæjarráði sitja þau Guðjón M. Ólafsson, formaður, S. Guðrún Hauksdóttir, varaformaður, og forseti bæjarstjórnar og Helgi Jóhannsson, aðalfulltrúi.