Stóri dagurinn! Nýja lagið kemur út í dag.
FM Trölli frumflytur lagið „Stronger“ sem er sjálfstætt framhald af „Little One“ kl. 14 í dag.
Þó svo að hugmyndin með þessum lögum hafi verið að halda opinni umræðu um kynferðislega misnotkun á börnum, þá getur „Stronger“ átt við persónulega sigra af hvaða tagi sem er. Vel til þess fallið að peppa upp hvern sem er.

Íris Eysteinsdóttir söngkona
Það er Íris Eysteinsdóttir sem syngur, og gerir það með miklum glæsibrag. Þarna eignuðumst við íslendingar aldeilis frábæra söngkonu.
Ofbeldi gagnvart börnum á aldrei að vera tabú. Höldum umræðunni opinni. Hlustum á börnin. Trúum þeim. Þau eru það dýrmætasta sem við eigum.
Lagið verður aðgengilegt á Spotify og fleiri tónlistarveitum.