Birt hafa verið til umsagnar drög að frumvarpi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem lýtur að breytingu á lögum nr. 55/1999. Frumvarpið miðar að því að virða vilja pars sem hefur í tengslum við tæknifrjóvgunarferli geymt kynfrumur eða fósturvísa.
Með áformaðri breytingu verður einstaklingum heimilt að samþykkja notkun fyrrverandi eða eftir atvikum eftirlifandi maka á kynfrumum eða fósturvísum. Þannig verður afnumið ákvæði um að kynfrumum eða fósturvísum verði skilyrðislaust eytt ef annar aðilinn andast eða við hjúskapar- eða sambúðarslit.
Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin er til og með 17. febrúar næstkomandi.
Mynd/aðsend