Í snjóþyngslum eins og verið hafa undanfarna daga getur myndast vandamál hjá eldra fólki og þeim sem hafa skerta starfsgetu við að moka snjó frá hýbýlum sínum og ruslatunnum.

Frá Siglufirði bárust fregnir af eldri borgara sem getur ekki mokað frá og hefur ekki fengið aðstoð frá Fjallabyggð þrátt fyrir að hafa beðið um hana og verið lofað. Hefur hann gripið til þess ráðs að frysta rusl en þar sem það gengur ekki lengur fær hann að henda því í tunnur hjá nágranna. Einnig á viðkomandi aðili mjög erfitt með að fara úr húsi þar sem hann getur hvorki mokað frá hýbýlum eða bifreið.

Trölli.is hafði samband við Fjallabyggð vegna málsins og var tjáð að það væri ekki mannskapur tiltækur til að aðstoða alla sem þurfa aðstoð. En að vissulega myndu þeir leysa úr vandanum með tíð og tíma. En slíkar aðstæður mynduðust því miður í svona tíðarfari.

Trölli.is vill benda á að gott væri ef samborgararnir huguðu að nágrönnum sínum sem hugsanlega gætu átt erfitt vegna færðar og hjálpuðu til við mokstur og þess háttar sem getur komið upp í þessum snjóþyngslum.

 

Gott væri að huga að samborgurum sínum sem eiga erfitt um vik að hreinsa frá ruslatunnum eða moka frá hýbýlum. Mynd/Mikael Sigurðsson

 

Mynd/Mikael Sigurðsson

 

Myndir: Mikael Sigurðsson