Það verður finnskt þema í Gestaherberginu í dag og höfum við fengið hjálp hjá Juha Vainionpää, vini okkar í Danmörku til að velja lögin.

Hlusta finnar BARA á þungarokk? Nei ekki, aldeilis en þeir eiga samt alveg ljómandi góðar þungarokkshljómsveitir eins og þið fáið að heyra í
kvöld.

Þess fyrir utan verður hægt að biðja um óskalög, bæði með því að senda okkur skilaboð og með því að hringja inn í þáttinn.
Síminn er 5800 580 og við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla eða á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum www.trolli.is Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is