Lögreglan á Norðurlandi eystra var að gefa út COVID-19 tölur í umdæminu eftir póstnúmerum.

Þar segir að 5 manns eru smituð af COVID-19 og 10 í sóttkví á Siglufirði, 1 er í sóttkví í Ólafsfirði.

Almennt hafa verið að greinast 20 – 30 ný smit á sólarhring á Norðurlandi eystra, en síðustu 2 daga hafa tölurnar verið hærri m.a. vegna fjölda landamærasmita segir á facebook síðu lögreglunnar.

Laugardaginn 15. janúar, tóku gildi nýjar reglur varðandi fjöldatakmarkanir og eru allir hvattir til að virða þær í hvívetna og halda sínum persónulegum smitvörnum áfram.