Fullkomnar súkkulaðibitamöffins með súkkulaðibitum (uppskriftin gefur 12 ágætlega stór möffins)

  • 2/3 bolli kakó
  • 1 3/4 bolli hveiti
  • 1 1/4 bolli púðursykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 3/4 tsk salt
  • 1 tsk instant kaffi
  • 1 1/2 bolli grófhakkað suðusúkkulaði
  • 2 stór egg
  • 3/4 bolli mjólk
  • 2 tsk hvítvíns edik
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1/2 bolli smjör, brætt

Hitið ofninn í 175° og takið fram möffinsform. Ég set formin í möffinsmót, þá halda þau löguninni betur. Þessu má þó sleppa.

Hrærið þurrefnum saman (hveiti, sykri, matarsóda, salti og kaffi).

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Grófhakkið súkkulaðið.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Hrærið súkkulaðibitum saman við þurrefnin og leggið til hliðar.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Hrærið eggjum, mjólk, ediki og vanilludropum saman.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Bræðið smjörið.Hrærið eggjablöndunni saman við þurrefnin og hrærið síðan bræddu smjörinu saman við þar til allt hefur blandast vel. Notið skeið og setjið deigið í möffinsformin, fyllið þau að 3/4.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Bakið í 20-15 mínútur, eða þar til prjóni stungið í möffinsin kemur hreinn upp.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit