Fullkomnar súkkulaðibitamöffins með súkkulaðibitum (uppskriftin gefur 12 ágætlega stór möffins)
- 2/3 bolli kakó
- 1 3/4 bolli hveiti
- 1 1/4 bolli púðursykur
- 1 tsk matarsódi
- 3/4 tsk salt
- 1 tsk instant kaffi
- 1 1/2 bolli grófhakkað suðusúkkulaði
- 2 stór egg
- 3/4 bolli mjólk
- 2 tsk hvítvíns edik
- 2 tsk vanilludropar
- 1/2 bolli smjör, brætt
Hitið ofninn í 175° og takið fram möffinsform. Ég set formin í möffinsmót, þá halda þau löguninni betur. Þessu má þó sleppa.
Hrærið þurrefnum saman (hveiti, sykri, matarsóda, salti og kaffi).

Grófhakkið súkkulaðið.

Hrærið súkkulaðibitum saman við þurrefnin og leggið til hliðar.

Hrærið eggjum, mjólk, ediki og vanilludropum saman.

Bræðið smjörið.Hrærið eggjablöndunni saman við þurrefnin og hrærið síðan bræddu smjörinu saman við þar til allt hefur blandast vel. Notið skeið og setjið deigið í möffinsformin, fyllið þau að 3/4.

Bakið í 20-15 mínútur, eða þar til prjóni stungið í möffinsin kemur hreinn upp.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit