Trölla hefur borist beiðni frá ónafngreindum greinarhöfundi um að fella út grein hans um furðuleg skrif KLM sem birtist á trolli.is í morgun.
Hann skrifar:
Ég óundirritaður óska eftir að grein mín um skrif Kristjáns L Möller um Samkaupsmálið verði dregin til baka.
Greinin fól í sér gagnrýni á hann sem málsmetandi mann sem hefur verið í ákveðinni forystu fyrir siglfirskt samfélag um árabil. Margt gott eigum við honum að þakka.
En með þessum skrifum vildi ég gagnrýna framkomu hans við fólk sem tjáði sig um mál sem voru honum sjálfum hugleikin. Það snerist að mínu mati um tilraunir til þöggunar og afar ókurteisleg skrif um samborgara hans.
Ég er hins vegar fullkomlega sammála þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um að nóg sé komið – friðurinn og sáttin skipti mestu í samfélagi okkar.
Engu að síður má líta svo á að Kristján L Möller hafi enn tækifæri til að sýna sáttavilja og skýra á yfirvegaðan hátt sjónarmið sín í málinu.
Aðal atriðið er að við getum þróað bæinn okkar og samskipti á sem bestan veg.
Aðsent