Fylltar tortillaskálar

  • Mjúkar tortillakökur (minni tegundin)
  • 1 bakki nautahakk
  • 1 poki taco-krydd
  • ca 1 dl vatn
  • ca 1/2 krús tacosósa
  • 1 dós refried beans
  • rifinn cheddar ostur

Steikið nautahakkið á pönnu, kryddið með tacokryddi og hellið ca 1 dl af köldu vatni yfir. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur á pönnunni. Hrærið tacosósu og refried beans saman við og setjið til hliðar.

Spreyjið olíu (ég nota PAM) í möffinsform og setjið tortillakökur í þau (það er allt í lagi þó þær standi upp úr), fyllið þær með nautahakksblöndunni og stráið rifnum cheddar osti yfir. Setjið í 200° heitan ofn í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með góðu salati, nachos og sýrðum rjóma,guacamole og salsa sósu.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit