Nýliðin helgi var fyrsta keppnishelgin í Íslandsmótinu í blaki og fór fram á Hvammstanga.

Fjölmargir lögðust á eitt til að allt færi vel fram. Um 100 manns tóku þátt í 11 liðum, en íbúatala Hvammstanga losar 500 og nú stendur sláturtíð yfir, þannig að mikið álag var á mannskapnum.

Margir lánuðu eða leigðu húsin sín til að hægt væri að koma gestunum fyrir. Sveitarfélagið styrkti viðburðinn með því að leggja til íþróttahúsið. Lokað var fyrir almenning að íþróttaaðstöðunni á meðan, og sýndi fólk skilning og þolinmæði.

Mótsstjóri var Sigurbjörg Þórunn Marteinssdóttir.

Blakdeild Kormáks þakkar á facebook síðu sinni innilega fyrir veittan stuðning, en þar má einnig lesa um úrslit mótsins og sjá myndir frá því.