Eins og kom fram í frétt Trölla í gær unnu Siglfirsku strákarnir þeir Hörður Ingi Kristjánsson, Mikael Sigurðsson og tvíburabræðurnir Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir Söngkeppni framhaldskóla á laugardaginn. Sjá frétt: STRÁKARNIR FRÁ MTR KOMU SUNGU OG SIGRUÐU

Tónlistamennirnir eru nemar í Menntaskólanum á Tröllaskaga og komu þeir fram sem fulltrúar skólans og fluttu lagið I’m Gonna Find Another You eftir John Mayer.

FM Trölli hefur nú þegar tekið lagið í spilun og að sjálfsögðu í “power play”, svo það kemur til með að hljóma oft á stöðinni á næstunni.

Mynd/ úr einkasafni