Þegar flutt er á milli byggðarlaga er að mörgu að hyggja, á vef Fjallabyggðar má finna góðar upplýsingar um það helsta sem gott er að vita þegar flutt er til Siglufjarðar eða Ólafsfjarðar.

Ráðhús
Opnunartími: mánudaga – föstudaga kl. 09:30-15:00
Sími: 464 9100 Fax: 464 9101 Netfang: fjallabyggd@fjallabyggd.is
Í Ráðhúsi er sameiginleg símsvörun fyrir stjórnsýslu- og fjármáladeild, fjölskyldudeild og tæknideild. Veittar eru  allar almennar upplýsingar um þjónustu og starfsemi bæjarins. Þar er einnig hægt að tilkynna breytingar á búsetu, nálgast öll eyðublöð, ganga frá umsóknum og fl. Allar þessar upplýsingar er einnig að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is

Upplýsingar um stofnanir og þjónustu í sveitarfélaginu er einnig að finna á www.fjallabyggd.is

Flutningstilkynning
Tilkynna skal um flutninga í afgreiðslu Ráðhúss Fjallabyggðar á 3. hæð strax eftir flutning. Upplýsingum er komið til Þjóðskrár Íslands, íbúaskrár. Íbúum er einnig bent á þann möguleika að fylla inn rafrænar tilkynningar en það er hægt að gera á vefjunum www.skra.is og www.island.is

Ætlar þú að byggja?
Tæknideild veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 09:30-15:00
Sími: 464 9100 Fax: 464 9101
Netfang: armann@fjallabyggd.is

Lausar lóðir

Sorpflokkun.  Í Fjallabyggð er þriggja tunnu kerfi í sorpflokkun og sorphirðu. Markmiðið með flokkuninni er að uppfylla kröfur um úrbætur í umhverfismálum og bæta þjónustu við íbúa. Öll heimili flokka í þrjár tunnur, almennt sorp fer í gráa tunnu, endurvinnanlegt sorp í græna tunnu og lífrænt sorp í brúna tunnu.  Nánari upplýsingar færðu hér.

Húsnæði og heimili

Leiguhúsnæði.  Leigumiðlun Valló leggur metnað sinn í að þjónusta eigendur húsa á Siglufirði sem hafa áhuga á að leigja eignir sínar út til skemmri tíma. Með þessu móti vill fyrirtækið reyna að svara aukinni eftirspurn eftir gistingu á Siglufirði.

Viltu kaupa húsnæði í Fjallabyggð? Ýmsar fasteignasölur sjá um að selja húsnæði í Fjallabyggð. Þessar eru helstar:

Domus fasteignasala á Blönduósi s. 664 6028 eða 440 6028.

Hvammur Eignamiðlun 466 1600

Eignamiðlun Akureyrar Hofsbót 4 Akureyri sími 464 5555

Fasteignasalan Byggð 464 9955

Fasteignasala Akureyrar s. 460 5151

Fasteignasalan Bær og Hannes S:822 7518

Miðlun fasteignir 412-1600

Hiti og rafmagn
Rarik sér um dreifingu á rafmagni í Fjallabyggð og heitu vatni á Siglufirði. Skrifstofa er að Vesturtanga 10 Siglufirði.
Norðurorka sér um dreifingu á heitu vatni í Ólafsfirði. Fyrirtækið er með aðstetur að Aðalgötu 11b. Bakvaktarsími fyrir Ólafsfjörð er 893 1814. Rekstrarstjóri Norðurorku í Ólafsfirði er Ingvi Óskarsson, netfang: ingvi@no.is

Sími
Þú getur flutt gamla númerið með þér hvert á land sem er. Hins vegar þurfa þeir sem eru í fyrsta skipti að sækja um nýtt símanúmer að sækja um hjá viðeigandi símafyrirtæki.

Börn og unglingar:

Leikskólar – í Fjallabyggð eru tveir leikskólar, annar á Siglufirði – Leikskálar, og hinn á Ólafsfirði – Leikhólar.

Umsókn í leikskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:

Á Siglufirði er 1. – 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 116.
Á Ólafsfirði er 6. – 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b 89.

Skólastjóri er Erla Gunnlaugsdóttir, Netfang: Netfang skólastjóra erla@fjallaskolar.is 
Aðstoðarskólastjóri er Ása Björg Stefánsdóttir, Netfang: asa@fjallaskolar.is

Sími Grunnskólans er 464 9150

Frekari upplýsingar um starfsemi einstakra skóla má finna á heimasiðu skólans.

Framhaldsskólar – Í Fjallabyggð er öflugur menntaskóli, Menntaskólinn á Tröllaskaga. www.mtr.is

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er með starfsstöðvar bæði á Siglufirði, s: 464 9130, í Ólafsfirði, s: 464 9110 og á Dalvík s:460 4990. http://www.tat.is/

Bókasafn Fjallabyggðar er staðsett í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði og að Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.
Mikið úrval bóka, blaða, tímarita, geisladiska, myndbanda og fleira. Sími 464 9120 og 464 9215.

Menningarhúsið Tjarnarborg er staðsett við Aðalgötuna í Ólafsfirði. Sími forstöðumanns; 853 8020  Netfang: tjarnarborg@fjallabyggd.is

Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar er staðsett í Ráðhúsi Fjallabyggðar Gránugötu 24 Siglufirði. Sími 464 9129

Íþrótta- og tómstundastarf:
Í Fjallabyggð er öflugt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf, hvort heldur sem er í íþróttamannvirkjumfélagsmiðstöð og grunnskólum sveitarfélagsins eða í hinum fjölmörgu íþrótta- og tómstundafélögum. Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) hefur yfirumsjón með íþróttastarfsemi í sveitarfélaginu.

Samgöngur:
Strætó heldur uppi áætlunarferðum á milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Sjá tímatöflu hér. Þá er í gangi sérstök skólarúta sem gengur á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Nánar hér.

Heilsugæsla: 
Í Fjallabyggð er rekin öflug heilbrigðisþjónusta á vegum Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar.

Í Ólafsfirði er heilsugæslan til húsa í Hornbrekku.  Sími: 466 4050
Tímapantanir:08:00 -16:00 virka daga
Símaviðtalspöntun og endurnýjun lyfseðla milli kl. 08:00 -12:00 virka daga

Á Siglufirði er heilsugæslan til húsa að Hvanneyrarbraut 37.  Sími: 460 2100
Tímapantanir og endurnýjun lyfseðla: 08:00 -16:00 virka daga.
Símaviðtalstími lækna 13:00-13:40 virka daga.

Menning:
Í Fjallabyggð er öflugt menningar- og listalíf. Fjölmörg gallerý og vinnustofur ásamt söfnum.
Sjá nánari upplýsingar hér.

Afþreying og félagastarf:
Fjölbreytt félagastarf:

 

Frétt: Fjallabyggð