Í aðdraganda jóla var haldin fyrsta veislan í Salthúsinu sem stendur við Síldarminjasafn Íslands.
Árlegt jólahlaðborð fyrir starfsfólk Síldarminjasafnsins, síldargengið og stjórn safnsins var að þessu sinni haldið í Salthúsinu og var það öllum viðstöddum mikið gleðiefni.
Uppbygging hússins hefur staðið yfir frá árinu 2014, en þá var það flutt sjóleiðis frá Akureyri til Siglufjarðar og endurreist á lóð Síldarminjasafnsins. Síðan hefur endurbygging hússins staðið yfir og gerir enn og hvert rými á fætur öðru að taka á sig endanlega mynd.





Myndir/Síldarminjasafn Íslands