Í dag 26. október er fyrsti vetrardagur, laugardagurinn að lokinni 26. viku sumars og um leið fyrsti dagur vetrarmánaðarins Gormánaðar. Vetrardagur hinn fyrsti er einnig nefndur vetrarkoma. Óhætt er að segja að dagurinn beri nafn með rentu því að í dag er víða snjóþekja, kalt, snjókoma og él.
Frá sextándu til nítjándu öld hófst vetur á föstudegi og líkt og sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til ársins 1744. Guðbrandur Þorláksson, Hólabiskup, kallaði Gormánuð slátrunarmánuð.
Stundum ber fyrsta vetrardag upp á sviðamessu, 1. nóvember, síðasta dag sláturtíðar. Þann dag voru svið víða höfð til matar og tíðkast sá siður víða um land enn þann dag í dag.
Fyrsti vetrardagur næstu tvö ár.
2020 – 24. október
2021 – 23. október